16.06.2007 16:55

4 mánaða kútur

Halló öll

Ég biðst afsökunar á því hvað það er langt síðan við settum inn myndir en við bætum úr því með því að setja inn helling núna En annars höfum við það bara alveg rosa gott. Alexander Óli er 4 mánaða í dag og stækkar vel. Ég fór með hann í viktun í síðustu viku og þá var hann orðinn 6395 grömm....ekki slæmt. Hann er líka mjög duglegur að drekka og svo finnst honum grauturinn sinn sko ekki vondur
 Enda sjáði þið að hann er kominn með nokkuð myndarlegar bollukinnar

En annars er nú ekki mikið að frétta, við ætlum að skella okkur norður í endann á mánuðinum, Kári er að vinna svo mikið að það verður sko gott fyrir hann að fá smá frí, stefnum á að fara norður á miðvikudegi og svo fer það bara eftir veðri og öðru hvenar við nennum aftur heim

En jæja litli stubburinn er vaknaður og amma og afi í suðurás eru farin að bíða eftir okkur.....

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58767
Samtals gestir: 11977
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 10:10:53